Fara í efni  

Framkvæmda fréttir - Íþróttahús Vesturgötu (Júní 2024)

Í þessari fréttaseríu vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsin…
Í þessari fréttaseríu vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.

Í þessari fréttaseríu vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.

 

Íþróttahús Vesturgötu - Endurnýjun íþróttasalar.

Verktaki í niðurrifum: Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar

Verktaki í uppbyggingu: Land og verk ehf.

Arkitekt hússins: Andrúm arkitektar ehf.

Verkfræðihönnun: Teknik Verkfræðistofa ehf.

 

 

Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:

Haustið 2023 komu í ljós eftir ástandsskoðun á Íþróttasal á Vesturgötu að loftgæði voru langt frá því að vera ásættanleg fyrir notkun í húsinu. Tekið var til þess ráðs að loka salnum, lagfæra og betrumbæta.

Um er að ræða endurgerð á um 950 fm íþróttasal í íþróttahúsinu þar sem lofta- og veggjaklæðningar verða endurnýjaðar. Hljóðvist í salnum verður bætt. Nýjar raf- og pípulagnir verða settar. Einnig verður sett upp nýtt loftræsikerfi fyrir salinn. Gaflveggir byggingarinnar verða einangraðir og klæddir.

Hvar er framkvæmdin stödd í dag:

Niðurrif í salnum hófust í nóvember 2023. Voru allar veggjaklæðningar á gaflveggjum og útvegg Vesturgötumegin fjarlægðar. Loftaklæðningar voru fjarlægðar sem og glerull úr þaki. Þakið var endureinangrað og rakasperra endurnýjuð.

Í lok apríl var byrjað á uppbyggingu í rýminu. Framkvæmdir ganga mjög vel.

Nú þegar er búið að endurbyggja langvegg, múrviðgerðir voru gerðar á gaflveggjum og veggir voru kústaðir. Vinna við hljóðklæðningar á gaflveggjum og langvegg eru langt komnar.

Vinna við raflagnir eru langt komnar, búið er að setja upp allar lagnaleiðir og er nú unnið við útdrátt á strengjum.

Uppsetning á kerfislofti er hafin.

Byrjað er að einangra húsið að utan.

Framundan:

  • Byrjað verður á uppsetningu loftræsikerfis.
  • Pípulagnir verðar endurnýjaðar og nýjir ofnar settir upp.
  • Salur verður málaður
  • Áframhaldandi vinna við kerfisloft og hljóðklæðningar á veggjum

Stefnt er að því að salurinn verði tilbúinn til notkunar við upphaf skólaárs í ágúst 2024.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00