Framkvæmdir hefjast að nýju við Esjubraut
14.04.2020
Framkvæmdir
Framkvæmdir við Esjubraut munu hefjast að nýju í vikunni eins og kynnt var í frétt Akraneskaupstaðar í febrúar síðastliðnum. Verktaki mun hefja vinnu í vikunni og mun því Esjubraut loka að nýju, frá og með miðvikudeginum 15. apríl. Esjubraut verður lokuð frá innkeyrslu við Húsamiðjuna og að hringtorgi við Þjóðbraut. Einnig munu Smiðjuvellir og Dalbraut lokast við Esjubraut. Stefnt er að því að opna fyrir umferð að nýju í byrjun maí.