Framkvæmdir við Stillholt
30.06.2015
Framkvæmdir hófust fyrir helgi fyrir framan Stillholt 16-18. Verið er að gera útskot fyrir strætisvagna en töluverð hætta hefur skapast á þessu svæði með framúr akstri bifreiða þegar strætisvagninn er kyrrstæður. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki fyrir lok júlímánaðar og biðja bæjaryfirvöld íbúa að taka tillit til framkvæmdanna ef umferð verður hæg á svæðinu.