Fara í efni  

GARÐABRAUT 1 NÝTT DEILISKIPULAG - KYNNINGARFUNDUR

Vinnslutillaga að deiliskipulagi Garðabrautar 1 verður kynnt á Dalbraut 4 og streymi í gegn um TEAMS, mánudaginn 7. nóvember 2022, kl:17:00 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hlekk á streymið má nálgast hér að neðan og á facebook síðu Akraneskaupstaðar.

Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á vefsíðum kaupstaðarins að honum loknum. Hægt verður að senda inn spurningar á streymi á meðan á fundi stendur.

Nýtt deiliskipulag Garðabraut 1:

Fyrirhugað er niðurrif núverandi byggingar, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir fjölbýlishús. Húsið verður frá fjórum til sjö hæðir með 51 íbúð.

Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð að ljúka gerð tillögunnar og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreinda skipulagstillögu verður frestur til að gera athugasemdir við hana að minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

Hér má sjá vinnslutillögu að deiliskipulagi og deiliskipulagslýsingu

Hlekkur á upptöku kynningarfundar er hér.

Skipulagsfulltrúi skipulags- og umhverfissviðs.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00