Heilsuefling og félagsstarf
14.09.2015
Heilsuefling eldri borgara hófst í morgun eftir sumarfrí, þann 14. september, í Þorpinu að Þjóðbraut 13. Í vetur verður kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og er það Anna Bjarnadóttir sem kennir. Félagsstarf aldraða og öryrkja að Kirkjubraut 40 er opið alla daga í vetur frá kl. 13-16. Nánari upplýsingar um skipulag starfseminnar eru gefnar í félagsstarfinu eða í síma 431-5056.