Írskir dagar helgina 2.-5. júlí
11.06.2015
Það styttist óðum í bæjarhátíðina Írska daga sem haldin verður á Akranesi helgina 2.-5. júlí n.k. Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi og stefnir í skemmtilega og fjölskylduvæna dagskrá.
„Gerum eitthvað gott, gerum það saman“
Óskað er eftir áhugasömum íbúum, félagasamtökum og fyrirtækjum á Akranesi til þess að taka virkan þátt í Írskum dögum og ef þau lauma á góðum hugmyndum eða vilja vera með viðburð á hátíðinni þá eru þau hvött til þess að hafa samband.
Listasmiðja fyrir ungmenni
Ertu 14 til 20 ára og langar að vera með í listasmiðju og koma framá Írskum dögum?
Best skreytta húsið
Við hvetjum bæjarbúa til þess að skreyta heimili sín að utan. Verðlaun veitt fyrir „Írskasta húsið“.