Írskir dagar næstu helgi
Það verður sannkölluð írsk stemning alls staðar á Akranesi næstu helgi þegar bæjarhátíðin Írskir dagar hefjast. Undirbúningur er að ná hámarki og stefnir allt í skemmtilega fjölskyldudagskrá og gott veður. Írskir dagar verða settir á fimmtudagskvöldinu og í beinu framhaldi hefst Litla lopapeysan sem er í boði Norðuráls. Þar verður m.a. atriði úr Grease og Úlfi Úlfi ásamt flottu tónlistarfólki frá Akranesi. Við vekjum sérstaka athygli á því að kvöldfréttir RÚV verða lesnar í beinni frá Sólmundarhöfða og þáttastjórnendur Sumardagar í beinni verða á svæðinu en það eru þau Benni, Fannar og Salka Sól sem stýra honum.
Fastir liðir eins og venjulega eru götugrillin og partýljónið, dorgveiðikeppnin verður í boði Models, keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn, sandkastalakeppnin í boði Guðmundar B. Hanna, brekkusöngur á vegum Club´71 og fjölskyldudagur í Garðalundi á sunnudeginum. Föstudagstónleikarnir verða á hafnarsvæðinu á föstudagskvöldinu og Lopapeysan á laugardeginum. Markaðsstemningin verður á Akratorgi og stóri handverksmarkaðurinn verður á Vesturgötu. Keppnin um írskasta húsið er nýr dagskrárliður og sömuleiðis keppnin um írskasta hreiminn. Skráning í allar þessar keppnir fer fram á irskirdagar@akranes.is