Íslandsmótið í höggleik á Akranesi
07.08.2015
Íslandsmótið í höggleik fór fram á Garðavelli dagana 23 til 26. júlí síðastliðinn. Góð þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs setti mótið með því að taka upphafshöggið. Golfsamband Íslands lýsti yfir mikilli ánægju með framkvæmd mótsins sem og keppendur. Af þessu tilefni bókaði bæjarráð Akraness þakkir á fundi sínum þann 30 júlí síðastliðinn. Bókunin er svohljóðandi: Íslandsmótið í golfi 2015 fór fram á Garðavelli á Akranesi síðastliðna helgi. Mótið fór í alla staði vel fram og var góð auglýsing fyrir Akranes.
Bæjarráð færir Golfklúbbnum Leyni og öllum þeim sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem komu að mótinu bestu þakkir fyrir.