Fara í efni  

Jaðarsbakkar - skipulagslýsing mögulegrar uppbyggingar

Skipulagslýsing mögulegrar uppbyggingar á Jaðarsbökkum samþykkt í skipulags- og umhverfisráði

Í tengslum við viljayfirlýsingu Ísoldar fasteignafélags ehf., ÍA, KFÍA og Akraneskaupstaðar, sem undirrituð var 7. mars 2023, um uppbyggingu við Jaðarsbakka er nú verið að vinna skipulagslýsingu fyrir svæðið. Skipulagslýsing þarf skv. lögum að innihalda vissar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri breytingu á skipulagi og er tilgangur lýsingarinnar að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess og auka gagnsæi og upplýsingagjöf. Skipulagslýsing inniheldur ekki teikningar heldur lýsingu á mögulegri uppbyggingu á svæðinu í textaformi. Vinna við hönnun og teikningar af svæðinu er ekki hafin hjá aðilum yfirlýsingarinnar, það verður gert síðar í skipulagsferlinu.

Skipulagslýsingin var afgreidd á fundi skipulags- og umhverfisráðs í gær, mánudaginn 15. maí, og var vísað til samþykktar í bæjarstjórn. Vænta má þess að skipulagslýsingin fari fyrir bæjarstjórnarfund þann 23. maí næstkomandi. Verði skipulagslýsingin samþykkt af bæjarstjórn er næsta skref að auglýsa hana til að gefa almenningi og hagsmunaaðilum tækifæri á að senda formlega inn umsagnir og athugasemdir. Að umsagnartíma liðnum er farið yfir innsendar ábendingar og breytingar gerðar á skipulagslýsingunni sé þess þörf.

Á grundvelli skipulagslýsingar fer fram skipulagsvinna fyrir svæðið og verður almenn kynning og íbúafundur síðar í skipulagsferlinu þegar skipulagsvinnan er lengra komin.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00