Fara í efni  

Jólaljósin tendruð í dag

Valgerður Jónsdóttir og nemendur í kór Grundaskóla sungu hástöfum með jólasveinunum og Grýlu
Valgerður Jónsdóttir og nemendur í kór Grundaskóla sungu hástöfum með jólasveinunum og Grýlu

Jólaljósin á Akratorgi voru tendruð í dag, laugardaginn 28. nóvember við hátíðlega athöfn. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akranesi spilaði nokkur lög í upphafi og síðan tóku nemendur skólakórs Grundaskóla við og sungu þau nokkur lög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur áður en kveikt var á trénu.

Það voru systurnar Högna og Laila  Þóroddsdætur sem tendruðu ljósin ásamt  bæjarstjóranum, Regínu Ásvaldsdóttur. Jólatréð á Akratorgi er 20 ára sitkagrenitré sem var gróðursett í Álfhólsskógi fyrir 20 árum á vegum skógræktarfélags Skilmannahrepps. Bjarni Þóroddsson frá Bekanstöðum, afi Högnu og Lailu gróðursetti tréð. Álfhólsskógur er í Hvalfjarðarsveit, norðan megin við Akrafjall.

Þegar ljósin höfðu verið kveikt, birtist Grýla með nokkrum jólasveinum og sögðu þau frá ferðum sínum og tóku nokkur jólalög.

Félagar úr Skátafélagi Akraness veittu heitt kakó í boði Akraneskaupstaðar á meðan á dagskrá stóð á Akratorgi.

Ágústa Friðriksdóttir ljósmyndari tók myndina 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00