Tendrun jólaljósa á Akratorgi - Myndasyrpa
26.11.2021
Síðastliðinn föstudag var kveikt á ljósum á jólatrénu á Akratorgi. Leikskólabörn komu til að fylgjast með og einnig dagforeldrar með börn sem eru í vistun hjá þeim.
Skólakór Grundaskóla söng og skemmti undir stjórn Bæjarlistakonunnar Valgerðar Jónsdóttur.
Afmælisbörnin Gunnar Berg Lúðvíksson og Sylva Sól Styrmisdóttir úr leikskólanum Akraseli fengu þann heiður að tendra ljósin á trénu.
Að lokum komu þeir félagar Bjúgnakrækir og Kertasníkir sem vöktu mikla lukku meðal barnanna.