Kosning um íþróttamann Akraness árið 2020
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2020. Athöfnin verður með breyttu sniði þetta árið eins og margt annað og verður streymt í gegnum IATV frá frístundamiðstöð Akraness við Garðavelli 15 mínútum eftir lok flugeldasýningar.
Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli og skal tekið fram að kosningin er með engu móti rekjanleg þrátt fyrir rafræna auðkenningu. Auðkenni þátttakenda eru dulkóðuð þegar niðurstaða kosningarinnar er tekin saman. Umsjónaraðili kosningarinnar getur aðeins séð niðurstöðu kosningarinnar sjálfrar og hvenær atkvæðin koma inn hverju sinni. Kosningin nær einungis til svæðis undir póstnúmeri 300 og getur hver þátttakandi aðeins kosið einu sinni.