Fara í efni  

Laus staða við sambýlið að Laugarbraut 8

Laus er til umsóknar um 50% staða á Sambýlinu við Laugarbraut 8 frá 1. september næstkomandi. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum (aðra hverja helgi). Starfið felur í sér stuðning við einstaklinga með fötlun í athöfnum daglegs lífs, á heimili þeirra og við tómstundir.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður sé jákvæður, hafi góða færni í mannlegum samskiptum og hafi áhuga á að starfa með fólki með fötlun. Einnig þarf viðkomandi að vera stundvís og sýna öguð vinnubrögð.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur Jórunn Petra Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í tölvupósti.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00