Fara í efni  

Laus störf í Grundaskóla

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu. 

Grundaskóli auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2016-2017
  • Um er að ræða nokkrar 100% stöður á öllum aldursstigum. Helstu kennslugreinar eru stærðfræði og umsjónarkennsla. 
Menntun og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum 
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi

Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og Samninganefndar sveitarfélaga (SNS).

Nánari upplýsingar veita Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri í tölvupósti á netfangið hronn.rikhardsdottir@akranes.is og Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri í tölvupósti á netfangið sigurdur.arnar.sigurdsson@akranes.is. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00