Laust starf kennara í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli auglýsir eftir kennara í 50% stöðu fyrir skólaárið 2016-2017. Aðalkennslugrein er heimilisfræði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og Samninganefndar sveitarfélaga (SNS).
Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 440 talsins, en starfsmenn tæplega áttatíu. Skólastefna í Brekkubæjarskóla ber heitið „Góður og fróður“ og byggir á sýn skólans. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans.
Menntun og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
- Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
- Þekking og reynsla af heimilisfræðikennslu er kostur
- Góðir skipulagshæfileikar
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri í tölvupósti á netfangið arnbjorg.stefansdottir@akranes.is eða í síma 433-1300.