Fara í efni  

Laust starf umsjónarmanns leikjanámskeiða sumarið 2017

Frá og með næsta sumri mun Frístundamiðstöðin Þorpið sjá um leikjanámskeið fyrir börn á Akranesi fædd 2007-2011. Auglýst er eftir aðila til að sjá um og skipuleggja leikjanámskeiðin og stjórna framkvæmdinni í samstarfi við stjórnendur Þorpsins. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur metnað til að sinna fjölbreyttu og krefjandi verkefni. Í öllu starfi Þorpsins er áhersla lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að mæta hverjum og einum og styrkja þá er þurfa stuðning í sínum tómstundum.

Helstu verkefni

  • Stjórnun og skipulagning sumarnámskeiða
  • Umsjón með skráningu á námskeið
  • Ábyrgð á uppeldisstarfinu

Hæfniskröfur

  • Uppeldismenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af uppeldisstarfi með börnum
  • Áhugi og þekking á skapandi starfi
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Ráðið er í starfið í fjóra mánuði frá maí. Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar veitir Heiðrún Janusardóttir, verkefnastjóri æskulýðs - og forvarnarmála í síma 433-1250 eða með tölvupósti á netfangið heidrun.janusardottir@akraneskaupstadur.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00