Fara í efni  

Líf og fjör á Sjómannadaginn

Unga kynslóðin skoðar ýmsar fisktegundir af áhuga
Unga kynslóðin skoðar ýmsar fisktegundir af áhuga

Það var mikið líf við sjávarsíðuna á Akranesi í dag. Yfir 20 aðilar tóku þátt í dýfingakeppni í morgun þar sem sundmenn tóku dýfur af ýmsum toga af bátnum Jóni forseta. Eftir hádegi stóð Björgunarfélagið fyrir dagskrá við höfnina þar sem meðal annars var keppt í róðri, koddaslag, karahlaupi, kassaklifri og fleiru. Þá voru ýmsar þrautir og hoppukastalar í boði fyrir yngri kynslóðina. 

Dagskráin heldur áfram fram á kvöld. Kirkjukór Akraneskirkju heldur tónleika í Vinaminni kl. 19 og kl. 19:15 taka Skagamenn á móti Þrótturum í Pepsideild karla.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00