Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja H3 hafnarsvæði
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 25. september 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Grenja H3 hafnarsvæði skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í nánari skilgreiningu þeirrar starfsemi sem heimil verður á Grenjum H3 hafnarsvæði. Í skipulagslýsingu er jafnframt lýst áformum um deiliskipulagsbreytingu Grenja H3 hafnarsvæði, sem felst í nýjum byggingarreit vestan og sunnan við Bakkatún 30 (skipasmíðahúsið).
Hægt er að nálgast lýsinguna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Haldið verður opið hús til frekari kynningar á skipulags- og umhverfissviði á 1. hæð, Stillholti 16-18 þriðjudaginn 23. október 2018 frá kl. 12:00 til 15:30.
Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 25. október 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is