Fara í efni  

Málum bæinn gulan

Mynd í eigu Knattspyrnufélagsins.
Mynd í eigu Knattspyrnufélagsins.

Í tilefni af fyrsta stórleik sumarsins í dag, þann 3. maí, þar sem ÍA mætir Stjörnunni á heimavelli hvetur Akraneskaupstaður, í samvinnu við ÍA, bæjarbúa til að taka þátt í að búa til alvöru ÍA stemningu og mála bæinn skærgulan. Íbúar eru beiðnir um að hengja gult út á snúru, gular flíkur, gul handklæði eða bara hvað sem er, svo lengi sem það er vel gult. Vertu með, hvort sem snúrurnar þínar eru úti í garði eða úti á svölum, við aðalgötu eða hliðargötu.

Upphitun fyrir leikinn hefst í Safnaskálanum að Görðum kl. 15.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Gengið verður saman við undirleik frá safnaskálanum á völlinn.

ÁFRAM SKAGAMENN!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00