Opnað fyrir umsóknir um greiðslufrest gatnagerðargjalda
Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 er að bjóða einstaklingum og lögaðilum greiðslufrest vegna gatnagerðargjalda útgefnum í apríl, maí og júní. Hægt er að fresta eindaga reiknings í allt að þrjá mánuði í ljósi þessara sérstakra aðstæðna. Vakin er athygli á því að þessi valkostur er fyrir aðila sem eiga við tímabundna örðugleika að stríða vegna tekjufalls.
Mikilvægt er að umsækjandi geri sér grein fyrir því að ekki verða gefin út byggingarleyfi til framkvæmda á þeirri lóð sem umsókn nær til á. Framkvæmdir tefjast því sem nemur greiðslufresti.
Nánari upplýsingar veitir fjármáladeild í síma 433 1000 eða í tölvupósti á netfangið akranes@akranes.is
Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér í þjónustugátt Akraneskaupstaðar