Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar
16.08.2020
Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 17.- 22. ágúst. Við hvetjum alla þá sem sakna íþróttafatnaðar, útifatnaðar, sundfatnaðar eða annarra muna til að koma og athuga hvort þá sé nokkuð að finna í íþróttamannvirkjunum.
Eftir 26. ágúst verða óskilamunir gefnir í fatasöfnun Rauða krossins.