Reitir í matjurtargörðum Akraneskaupstaðar eru tilbúnir
18.05.2022
Reitir í matjurtargörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2022. Eins og fyrri ár verður i boði leigja 100 fermetra reiti sem kosta 4.000 kr. og 50 fermetra reiti 2.000 kr. Garðarnir eru nú tilbúnir. Athugið að matjurtagarðarnir eru eingöngu til úthlutunar fyrir íbúa sem hafa lögheimili á Akranesi.
Sótt er um á heimasíðu í gegnum netfangið akranes@akranes.is
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 433-1000