Samið við E. Sigurðsson ehf. um innanhúsfrágang að Dalbraut 4
02.11.2020
Framkvæmdir
Akraneskaupstaður hefur samið við E. Sigurðsson ehf. um fullnaðarfrágang innanhús á þjónustumiðstöð að Dalbraut 4, 1. hæð. Samningur þess efnis var undirritaður þann 29. október síðastliðinn þar sem gætt var vitaskuld að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum.
Verkefnið hefst strax og felst það eins og fyrr sagði í fullnaðarfrágangi innanhúss á 1. hæð húsnæðisins. Áætlað að framkvæmdum framkvæmdum ljúki í byrjun júní á næsta ári. Kostnaður verksins er rúmlega 200 m.kr.