Fara í efni  

Sigurður Arnar ráðinn skólastjóri Grundaskóla

Sigurður Arnar Sigurðsson.
Sigurður Arnar Sigurðsson.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær, þann 5. apríl, að ráða Sigurð Arnar Sigurðsson í stöðu skólastjóra Grundaskóla.

Sigurður Arnar hefur starfað í Grundaskóla í 24 ár og verið aðstoðarskólastjóri frá árinu 2006. Hann er með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands frá árinu 2013 og diplóma í stjórnun og forystu frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2008 og frá Háskóla Íslands frá árinu 2006 auk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskólanum frá árinu 1992. Hann hefur einnig réttindi sem héraðsmatsmaður í skólum tengt ytra gæðamati menntamálayfirvalda frá árinu 2014. Sigurður hefur verið virkur í félagsmálum, meðal annars í stjórn skólastjórafélags Íslands og var kjörinn formaður ÍA, Íþróttabandalags Akraness árið 2014. Staða skólastjóra Grundaskóla á Akranesi var auglýst laus til umsóknar þann 13. febrúar síðastliðinn. Skóla- og frístundaráð fól Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra, að hafa umsjón með ráðningarferlinu fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fékk hún ráðgjafarfyrirtækið Capacent til liðs við sig í þeim efnum.

Alls bárust sex umsóknir um starfið og einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00