Sumarnámskeið Gaman-Saman 2018
Sumarnámskeið Gaman-Saman 2018
Í júnímánuði býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára (2005-2007). Tímabilið er frá 11. - 29. júní.
Um er að ræða vikunámskeið sem standa frá kl. 9:00 - 16:00. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða þrjú námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið.
Markmiðið er að bjóða upp á skemmtilega sumarafþreyingu auk þess að efla börnin sem einstaklinga og sem hópur. Leikir, hópefli, samvinnu- og lýðræðisæfingar eru hluti af prógramminu. Mikil útivera og skapandi starf mun einkenna sumarið. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e.a.s. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu.
Alls komast 20 börn á hvert námskeið en hægt verður að skrá á biðlista ef námskeið fyllist.
Umsjónarmaður sumarnámskeiða er Ruth Jörgensdóttir Rauterberg. Leiðbeinendur sumarnámskeiða eru Guðmundur Ásgeir Sveinsson og Elísabet Sveinbjörnsdóttir.
Verð og greiðslufyrirkomulag
Verðskrá:
- 5 daga námskeið = 11.000 kr.
- Systkinaafsláttur er 10%
Innifalið í námskeiðunum er öll dagskrá, samgöngur þegar við á og eftirmiðdagshressing.
Greiðsla skal fara fram áður en námskeið hefst og eingöngu er hægt að greiða með kreditkorti í gegnum Nóra.
Skráning
Skráning og greiðsla á sumarnámskeið Gaman saman þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja næsta mánudag þar á eftir.
Námskeið í boði
- Vikan 11. - 15. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 7.júní.
- Vikan 18. - 22. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 14. júní.
- Vikan 25. - 29. júní (5 dagar) - Síðasti skráningardagur er 21. júní.