Deiliskipulagi lokið - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata
Uppfært 28. mars 2019: Deiliskipulagi Krókatún - Vesturgata er lokið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 4. nóvember 2015.
Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslagna nr. 123/2010.
Afmörkuð er ný lóð (Vesturgata 69A) fyrir dælustöð við sjóinn á móts við Vesturgötu 69, dælustöðin er öll neðanjarðar og er aðkoma að henni um lúgur og brunnlok. Þar er einnig gert ráð fyrir að endurgera og færa varnargarð utar.
Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 12. ágúst til og með 27. september 2015. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 28. september 2015. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða netfangið akranes@akranes.is