Tilnefning til menningarverðlauna Akraness 2020
22.09.2020
Menningarhátíðin Vökudagar er fyrirhuguð dagana 29. október - 8. nóvember næstkomandi en í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu á enn eftir að koma í ljós hvort og þá hvernig hátíðin mun fara fram. Órjúfanlegur hluti Vökudaga hefur þó verið veiting Menningarverðlauna Akraness og var óskað eftir tilnefningum bæjarbúa til og með 30. september.