Fara í efni  

Umhverfisviðurkenning 2015

Hópmynd með viðurkenningarhöfum.
Hópmynd með viðurkenningarhöfum.

Regína Ásvaldsdóttir og Einar BrandssonUmhverfisviðurkenningar voru veittar í blíðskaparveðri á Akratorgi í gær. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs bauð gesti velkomna til athafnarinnar og kynnti niðurstöður valnefndar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti viðurkenningarhöfum skilti til að setja utandyra og eplatré í garðinn.  Fyrr í sumar skipaði skipulags- og umhverfisráð valnefnd sem kom með tilnefningar til ráðsins í flokkunum: ,,falleg einbýlishúsalóð“, ,,snyrtileg fyrirtækjalóð“, ,,hvatningarverðlaun“ og ,,samfélagsverðlaun“. Í nefndinni voru þau Drífa Gústafsdóttir skipulagsfræðingur, Helena Guttormsdóttir brautarstjóri umhverfisskipulags LBHÍ, Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitekt, Jón Þór Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar.

Eigendur að Suðurgötu 126 með nýja eplatréð. Í flokknum „falleg einbýlishúsalóð“ fengu þrír eigendur viðurkenningu út frá þrenns konar forsendum; fjölbreyttri nýtingu, gróskumikilli ræktun og tegundafjölbreytileika í trjágróðri. Það voru eigendur að Skólabraut 20, Kirkjubraut 21 og Vogabraut 42 sem fengu viðurkenningu í þessum flokki. Í flokknum „snyrtilegasta fyrirtækjalóðin“ fékk Teigur gistiheimili viðurkenningu. Í flokknum ,,hvatningarverðlaun" fengu eigendur að Melteigi 7 og Suðurgötu 126 viðurkenningar fyrir endurbætur á húsum og lóð og í flokknum ,,samfélagsverðlaun" fengu íbúar á Grenigrund viðurkenningu fyrir að sýna frumkvæði og samstöðu með byggingu grillskála á opnu svæði. Einnig fékk Adam Þór Þorgeirsson eigandi að Háholti 5 viðurkenningu fyrir að hafa sinnt viðhaldi húss og lóðar í gegnum tíðina með miklum sóma.

Akraneskaupstaður óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju. Hér má skoða glærur sem sýna rökstuðning valnefndar og myndir. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00