Umhverfisviðurkenning 2015 - tilnefningar
30.06.2015
Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar 2015 í eftirtöldum flokkum:
- Falleg einbýlishúsalóð
- Falleg fjölbýlishúsalóð
- Snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð
- Hvatningarverðlaun
- Falleg götumynd
- Samfélagsverðlaun til einstaklinga, hópa og/eða félagasamtaka sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins.
Hægt er að senda tilnefningar rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði eða með því að senda tölvupóst á akranes@akranes.is. Frestur til að tilnefna er til og með 22. júlí n.k.