Undirritun samnings við Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar ehf vegna aksturs innbæjarstrætó 2022-2029
05.07.2022
Gengið var til samninga við Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar ehf vegna aksturs innanbæjarstrætó á Akranesi 2022 - 2029.
Í verkið bárust þrjú tilboð og Hópferðabílar Reynis áttu lægsta tilboð í verkið og halda þar með áfram að þjónusta Akurnesinga við að komast á milli staða, en þeir hafa sinnt þessari þjónustu síðan 2016.
Aðrir sem buðu í verkið voru Skagaverk og Vestfirskar Ævintýraferðir.
Á tímabilinu verður strætisvagnaþjónusta við íbúa aukin með því að bæta við einum vagni. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar munu taka í rekstur tvo nýja rafmagnsvagna sem eru væntanlegir um næstu áramót.