Útboð - Suðurgata, gatnagerð og lagnir
24.03.2015
Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf óskar eftir tilboðum í útboðsverkið
SUÐURGATA, Gatnagerð og lagnir
Helstu magntölur eru:
Gröftur 800 m3
Fylling 775 m3
Malbik 400 m2
Fráveitulagnir 55 m
Hitaveitulagnir 26 m
Rafstrengir 220 m
Strengjalagnir Mílu ehf. 161 m
Þökulagning 200 m2
Verkinu skal lokið eigi síðar en 3. júlí 2015.
Útboðsgögn verða til afhendingar frá og með 26. mars 2015 í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18. Gögnin verða gefin út á geisladiski gegn 5.000 kr. gjaldi í reiðufé. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs, Stillholti 16 -18, mánudaginn 13. apríl nk. kl. 11:00.