Vátryggingaútboði Akraneskaupstaðar lokið
17.08.2021
Í júlímánuði óskaði Akraneskaupstaður eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2022-2024 og naut kaupstaðurinn aðstoðar Consello, löggildrar vátryggingarmiðlunar og ráðgjafa við vinnslu útboðsins.
Alls bárust 3 tilboð í vátryggingar sem voru samkvæmt birtingarblaði:
Sjóvá 27,349,149 kr.
TM 27,496,129 kr.
Vís 32,437,647 kr.
Nú er verið að yfirfara tilboðsgögn og verða lokaniðurstöður kynntar bráðlega.
Akraneskaupstaður vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Guðmundar Ásgrímssonar, fyrirtækjaráðgjafa Consello, fyrir veitta aðstoð við útboðið.