Viðbrögð og áætlanir hjá Akraneskaupstað vegna samkomubanns kynntar um helgina
13.03.2020
COVID19
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt fjögurra vikna samkomubann á landinu sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars. Auglýsing um nánari útfærslu samkomubannsins verður auglýst í Stjórnartíðindum síðar í dag.
Viðbragðsteymi Akraneskaupstaður hefur síðustu vikuna fundað daglega um stöðuna í stofnunum kaupstaðarins og eru einnig viðbragðsteymi starfandi innan stofnanna sem funda reglulega um stöðuna. Fundað verður nú eftir hádegi og er stefnt að því að kynna viðbrögð og áætlanir Akraneskaupstaðar um helgina. Verða þær kynntar hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar um leið og þær liggja fyrir.
Fréttir sem Akraneskaupstaður hefur birt um síðkastið í tengslum við Covid-19 er allar aðgengilega hér.