Fara í efni  

Fréttasafn

Tillaga um gerð umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar samþykkt í bæjarstjórn Akraness

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 13. nóvember síðastliðinn var svohljóðandi tillaga um gerð umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar samþykkt:„Bæjarstjórn Akraness felur skipulags- og umhverfisráði að vinna drög að umhverfisstefnu fyrir Akraneskaupstað sem lögð verði fyrir bæjarstjórn Akraness eigi síðar en í apríl 2019.
Lesa meira

Upptaka á kvikmyndinni Hey hó Agnes Cho lokið á Akranesi

Frá miðjum október og til byrjun nóvember fór fram upptaka á Akranesi á kvikmyndinni Hey hó Agnes Cho og lauk henni nú á dögunum. Í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað þann 15. október síðastliðinn kom fram að um væri að ræða dramatíska kvikmynd með húmor og gerist myndin að mestu leyti á Akranesi.
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um samgöngumál

Forseti bæjarstjórnar Akraness, Valgerður Lyngdal Jónsson, bar upp svohljóðandi ályktun um samgöngumál á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember síðastliðinn sem samþykkt var einróma: „Bæjarstjórn Akraness fagnar því að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé kominn á samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 og áætlað sé að verja 3,2 milljörðum í verkefnið á því tímabili.
Lesa meira

Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árin 2019-2022

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness síðastliðinn þriðjudag þann 13. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022 lögð fyrir.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. nóvember

1282. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Málþing ungmenna

Fulltrúar nemenda í 7.-10. bekk voru með málþing í morgun, fimmtudag 8. nóvember. Málefni sem voru til umræðu tengdust hinum ýmsu málefnum s.s. skólamálum, tómstundum og að samfélaginu.
Lesa meira

Sigríður Steinunn ráðin verkefnastjóri atvinnumála

Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað og hefur störf þann 1. desember næstkomandi. Staðan var auglýst í byrjun september síðastliðinn og var umsóknarfrestur til og með 30. september, síðar framlengdur til 3. október. Alls bárust 27 umsóknir um starfið.
Lesa meira

De:LUX ljósalist á Breið 2. og 3. nóvember

Þann 2. og 3. nóvember verður glæsileg ljósalistasýning á Breið milli kl. 19:00-21:00. Sýningin er hér til komin sem hluti af dagskrá Vökudaga og verður henni varpað á gamla olíutankinn á Breið. Þeir sem standa að sýningunni er framleiðslufyrirtækið Einkofi í samstarfi við Factory light festival og verður sérstakur
Lesa meira

Bragi Þórðarson er heiðursborgari Akraness

Þann 1. nóvember færði bæjarstjórn Akraness Braga Þórðarsyni nafnbótina heiðursborgari Akraness við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness. Um 150 manns voru viðstödd þessi merku tímamót en Bragi er áttundi einstaklingurinn sem hlýtur þessa nafnbót og er því kominn í hóp með Einari Ingjaldssyni, sr. Friðriki...
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir til menningar- og íþróttaverkefna

Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2019. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00