Fréttasafn
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Sementsreit
27.06.2018
Skipulagsmál
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti þann 21. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sementsreits skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar felast í að fjarlægja (sements) strompinn.
Lesa meira
Dagskrá Írskra daga helgina 5.- 8. júlí
27.06.2018
Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir í 19 sinn dagana 5. - 8. júlí næstkomandi. Hátíðin hefur fest sig í sessi í gegnum árin og er einn af hápunktum sumarsins á Akranesi. Dagskráin lofar góðu og finna sér allir eitthvað eitthvað við hæfi.
Lesa meira
Umsóknir um starf skólastjóra tónlistarskólans
26.06.2018
Umsóknarfrestur um starf skólastjóra tónlistarskólans rann út þann 24. júní sl. og bárust 10 umsóknir um starfið, einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka.
Lesa meira
Lokið - Vitastígur Breið og stígur við Garðalund
26.06.2018
Útboð
Útboði er lokið. Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í stígagerð á Breið og við Garðalund á Akranesi. Skila skal verkinu fyrir 30. september 2018.
Lesa meira
Lokið - Útboð - Kalmanstorg / Esjubraut
22.06.2018
Útboð
Útboði er lokið. Akraneskaupstaður og Veitur ohf. óska eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir við Kalmanstorg og í Esjubraut á Akranesi. Skila skal verkinu fyrir 30. nóvember 2018.
Lesa meira
Samstarf Akraneskaupstaðar og Veraldarvina
22.06.2018
Akraneskaupstaður tekur um þessar mundir á móti sjálfboðaliðum á vegum Veraldarvina. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi.
Lesa meira
Bæjarlistamaður Akraness 2018 er Eðvarð Lárusson tónlistarmaður
18.06.2018
Eðvarð Lárusson, tónlistarmaður, er Bæjarlistamaður Akraness árið 2018.
Eðvarð, eða Eddi eins og hann er oftast kallaður, hóf ungur að árum að leika á gítar og lærði gítarleik fyrst í Tónlistarskólanum á Akranesi og síðar meir í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan frá djassdeild árið 1991.
Lesa meira
Hátíðahöld á Akranesi á þjóðhátíðardaginn
18.06.2018
Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn voru með fremur hefðbundnu sniði. Að morgni dags var þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu. Börnum var boðið í leiki með Alltaf gaman, félagar í Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir börnum og Fimleikafélag Akraness var með andlitsmálun. Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Byggðasafninu; ljósmyndasýningin Horfnir tímar - Vinkonur og málverkasýningin Bærinn okkar - Fjallið okkar.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um fjárveitingar til tvöföldunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes
13.06.2018
Á 1276. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Sundabraut í kjölfar birtingar málefnasamnings nýs meirihlutar í Reykjavík
13.06.2018
Á 1276. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Í málefnasamningi Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kemur fram að nýr meirihluti spanni breitt pólitískt litróf með fjölbreytta sýn...
Lesa meira