Fréttasafn
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja
07.03.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 27. febrúar 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grenja H3 hafnarsvæði samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Fyrirhuguð er stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt.
Lesa meira
Umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja
02.03.2018
Akraneskaupstaður auglýsti starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í byrjun febrúar. Umsóknarfrestur rann út þann 25. febrúar síðastliðinn og eru umsækjendur 17 talsins. Ráðningarferli stendur yfir.
Lesa meira
Lokið - Opið hús á bæjarskrifstofunni vegna fyrirhugaðar breytinga á deiliskipulagi Flóahverfis
01.03.2018
Skipulagsmál
Opið hús verður haldið 6. mars n.k. frá kl. 12:00 til 18:00, að Stillholti 16-18, 1. hæð. Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis. Breytingin felst í að bæta við götu og veita tímabundna heimild fyrir starfsmannabúðir.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 27. febrúar
23.02.2018
1269. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Gáma lokar 23. febrúar fyrr vegna veðurs
23.02.2018
Það tilkynnist hér til íbúa á Akranesi að Gámaþjónusta Vesturlands ákvað í um kaffileitið að loka söfnunarsvæði Gámu það sem eftir er dags, þar sem veður er orðið mjög vont og vindátt þannig að miklar hviður geta orðið á leiðinni þarna uppeftir.
Lesa meira
Innritun í grunnskóla skólaárið 2018-2019
21.02.2018
Innritun barna í grunnskóla á Akranesi sem hefja skólagöngu næstkomandi haust er nú lokið. Í íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is, geta forráðamenn nálgast tilkynningu þess efnis. Hægt er skrá sig inn í íbúagáttina með rafrænum skilríkum eða íslykli. Forráðamenn velja þegar innskráningu lýkur
Lesa meira
Framvinda framkvæmda á Sementsreit
21.02.2018
Um þessar mundir er unnið að því að rífa innan úr mannvirkjum á Sementsreit, flokka rifúrgang og farga. Jafnframt er verið að brjóta niður síló inn í efnisgeymslunni. Mikil vinna er við að klippa niður tækjabúnað verksmiðjunnar og eru byggingahlutar brotnir niður, þegar búið er að hreinsa innan úr þeim.
Lesa meira
Lilja Rafney og Sævar Freyr ræða atvinnuuppbyggingu á Akranesi
19.02.2018
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður norðvesturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð mætti á fund bæjarstjóra Akraness föstudaginn 16. febrúar síðastliðinn til þess að ræða frekari atvinnuuppbyggingu á Akranesi. Lilja Rafney er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og hefur setið í áðurnefndri nefnd frá árinu 2011.
Lesa meira
Rauði krossinn gefur stofnunum Akraneskaupstaðar skyndihjálparplaköt
15.02.2018
Í tilefni af 112 deginum sem haldinn er þann 11. febrúar árlega, gefur Rauði krossinn á Akranesi opinberum stofnunum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skyndihjálparveggspjald sem verða hengd upp á áberandi stöðum innan stofnana.
Lesa meira
Framgangur snjómoksturs á Akranesi
15.02.2018
Verktakar við snjómokstur á Akranesi hafa haft í nógu að snúast síðastliðnu daga. Megin áhersla hefur verið lögð í að halda stofnleiðum greiðfærum og hefur að öllu jöfnu mokstur gengið vel miðað við aðstæður. Á sumum stöðum hefur þurft að fjarlægja snjó til að lágmarka þrengingar á viðkomandi götum og
Lesa meira