Fréttasafn
Opinn vinnufundur um menningarstefnu Akraneskaupstaðar
10.04.2018
Að undanförnu hefur verið unnið að mótun menningarstefnu Akraneskaupstaðar og er stefnt að því að ný stefna líti dagsins ljós í næsta mánuði. Forstöðumaður menningar- og safnamála hefur stýrt verkefninu fyrir hönd menningar- og safnanefndar sem hefur unnið að verkefninu frá upphafi. Þá hafa ýmsir aðilar úr stjórnsýslu og menningarstofnunum kaupstaðarins jafnframt komið að vinnunni auk ráðgjafa frá Expectus.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 10. apríl
06.04.2018
1272. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Verkefnið vitastígur fær 11,1 m.kr. í styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
05.04.2018
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða samtals 11,1 milljónir króna vegna verkefnisins „Vitastígur á Breið“.
Lesa meira
Lokið - Útboð á byggingarrétti á Dalbrautarreit
03.04.2018
Útboð
Útboði er lokið.
Akraneskaupstaður leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á fjórum lóðum á Dalbrautarreit á Akranesi þ.e. lóðunum Dalbraut 4, Dalbraut 6, Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5.
Byggingarréttur á hverri lóð fyrir sig er boðinn til sölu.
Lesa meira
Ágústa Rósa ráðin nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar
03.04.2018
Ágústa Rósa Andrésdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Akranesi.
Lesa meira
Lokið - Óskað eftir tilboðum í verkið: Ketilsflöt – Kalmansbraut á Akranesi Gatnagerð - gönguþverun
26.03.2018
Útboð
Útboði er lokið.
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í gatnagerð á Ketilsflöt og gerð gönguþverana á Ketilsflöt og Kalmansbraut á Akranesi.
Lesa meira
Skemmtileg umfjöllun um nýja frístundamiðstöð hjá golfvellinum í Landanum
26.03.2018
Í 21. þætti af Landanum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi þann 25. mars, var skemmtilegt innslag um framkvæmdir á nýrri frístundamiðstöð við golfvöllinn á Akranesi. Þessa dagana ganga framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð vel og hjálpar gott veðurfar.
Lesa meira
Páskaopnun Akraneskaupstaðar
26.03.2018
Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir páskana er eftirfarandi...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 27. mars
24.03.2018
1271. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Akranesstrætó fer í viðgerð
22.03.2018
Akranes strætisvagninn verður í viðgerð daganna 26.-28. mars næstkomandi. Þessir dagar voru fyrir valinu þar sem skólar eru byrjaðir í páskafríi á þessum tíma. Á meðan viðgerð stendur verður notuð rúta af minni gerðinni til afleysinga og er því miður ekki hægt að taka við barnavögnum í þá stærð af rútu.
Lesa meira