Fréttasafn
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2016
17.12.2015
Síðari umræða um fjárhagsáætlun var í bæjarstjórn Akraness þann 15. desember og var fjárhagsáætlun ársins 2016 samþykkt. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu í A hluta, um 151 milljónum króna og rúmlega 51 milljón króna afgangi í samstæðunni í heild, A og B hluta. Í B hlutanum er hjúkrunarheimilið Höfði...
Lesa meira
Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir jól og áramót
17.12.2015
Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir jól og áramót má sjá á meðfylgjandi mynd. Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga.
Lesa meira
Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness
16.12.2015
Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafrænt fréttablað þar sem fjallað er um starf félagsins. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda tölvupóst á ia@ia.is og gefa upp nafn og netfang.
Lesa meira
Laust starf forstöðumanns í búsetuþjónustu
13.12.2015
Akraneskaupstaður auglýsir til umsóknar stöðu forstöðumanns í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 16. desember.
Lesa meira
Nýr forstöðumaður menningar- og safnamála ráðinn til starfa
11.12.2015
Ella María Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningar- og safnamála á Akranesi. Ella María er með meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræðum og BS í viðskiptafræði. Hún hefur starfað hjá Kaupþingi og síðar Arion banka frá árinu 1999 og gegnir nú starfi verkefnastjóra á þróunar- og markaðssviði.
Lesa meira
Laust starf deildarstjóra í Leikskólanum Teigaseli
08.12.2015
Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 72 börn og hópi metnaðarfullra starfsmanna. Um er að ræða stöðu deildarstjóra til og frá og með 17. desember 2015 til 30. júní 2016.
Lesa meira
Afleit veðurspá - tilkynning til íbúa á Akranesi
07.12.2015
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Bæjaryfirvöld á Akranesi hvetja bæjarbúa til að huga að lausamunum vegna afleitrar veðurspár en spáð er ofsaveðri síðdegis og fram á morgundag.
Lesa meira
Opið hús hjá Fjöliðjunni
02.12.2015
Í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra þann 3. desember næstkomandi verður opið hús í Fjöliðjunni frá kl: 13:30-15:00. Þóra Grímsdóttir sagnaþula mun líta við ásamt því verða starfsmenn með leik- og tónlistaratriði. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Allir velkomnir.
Lesa meira
Jólaljósin tendruð í dag
28.11.2015
Jólaljósin á Akratorgi voru tendruð í dag, laugardaginn 28. nóvember við hátíðlega athöfn. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akranesi spilaði nokkur lög í upphafi og síðan tóku nemendur skólakórs Grundaskóla við og sungu þau nokkur lög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur áður en kveikt var á trénu.
Lesa meira
akranes.is besti sveitarfélagavefur landsins
26.11.2015
Vefur Akraneskaupstaðar var valinn besti sveitarfélagavefurinn á Degi upplýsingatækninnar í dag en boðað var til ráðstefnu um upplýsingatækni og lýðræði á vegum Skýrslutæknifélags Íslands. Veittar voru viðurkenningar fyrir besta opinbera vefinn og fékk Þjóðskrá Íslands þá viðurkenningu fyrir vefinn island.is og Akraneskaupstaður, fyrir besta sveitarfélagavefinn.
Lesa meira