Fara í efni  

Fréttasafn

Samningur undirritaður vegna framkvæmda á Breið

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Guðjónsson fyrir hönd Skóflunnar hf. undirrituðu samning í dag vegna framkvæmda á Breið. Verkið felur í sér gerð áningarstaðar við Akranesvita. Steypt verður stétt næst svæðinu við grjótgarðinn og sett verður upp timburbryggja og bekkir til að njóta útsýnisins.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 25. ágúst

1217. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi þriðjudaginn 25. ágúst næstkomandi frá kl. 10-17.
Lesa meira

Vetraráætlun Strætó

Vakin er athygli á því að vetraráætlun Strætó tekur gildi þann 13. september næstkomandi fyrir ferðir á Vestur- og Norðurlandi. Helstu breytingar eru eftirfarandi...
Lesa meira

Húsanöfn á Akranesi

Svavar Sigurðsson á Akranesi hefur fært Akraneskaupstað til varðveislu skrá yfir húsanöfn á Akranesi. Sigurlína Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir unnu að því á árunum 2010 og 2011 að skrá niður húsanöfn á Akranesi. Sú vinna var unnin í samvinnu við m.a. Braga í Kirkjubæ og var stuðst við æviskrá Akurnesinga...
Lesa meira

Sveiflur í útsvarstekjum

Töluverðar sveiflur eru í útsvarstekjum Akraneskaupstaðar á milli mánaða en í júlí síðastliðnum hækkuðu útsvarstekjur á Akranesi meira en sem nam landsmeðaltali.
Lesa meira

Vökudagar 2015

Hin árlega lista- og menningarhátíð Vökudagar verður haldin á Akranesi 29. október til 8. nóvember næstkomandi. Bæjaryfirvöld á Akranesi bjóða til menningarhátíðarinnar en tilgangur hennar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda...
Lesa meira

Útboð á ræstingu

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í ræstingu fjögurra leikskóla á Akranesi svo og almenningsbókasafns kaupstaðarins. Verktími er frá 1. nóvember 2015 til 31. október 2018.
Lesa meira

Lausar stöður í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi

Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í 70% – 75% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Deiliskipulagi lokið - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krókatún – Vesturgata samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslagna nr. 123/2010.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00