Fara í efni  

Bæjarstjórn

1314. fundur 26. maí 2020 kl. 17:00 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Bæjarfulltrúinn Bára Daðadóttir tekur þátt í fundinum í fjarfundarbúnaði.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. mars síðastliðnum.

2.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2020 á fundi sínum þann 14. maí sl. og vísar honum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 56.596.000 vegna samþykktar kjarasamnings Sameykis og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og er mætt með tilfærslum af deildunum Óviss útgjöld innan hvers málaflokks fyrir sig en nánari sundurliðun ráðstafanna er að finna í meðfylgjandi fylgiskjali. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 56.596.000 og að kostnaðarakanum verði mætt með tilfærslum af deildunum Óviss útgjöld innan hvers málaflokks sem og deildinni Laun, óúthlutað 20830-1697 samkvæmt nánari sundurliðun í sérstöku fylgiskjali sem er meðfylgjandi fundargerðinni. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 9:0.

3.Breiðasvæði - Bárugata 19 viðbygging grenndarkynning

1811020

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 26. mars til og með 23. apríl 2020. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Vesturgötu 14, Bárugötu 17 og 21. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning sem gerð var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku send í B-deild Stjórnartíðninda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir grenndarkynninguna sem gerð var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku send í B-deild Stjórnartíðninda.

Samþykkt 9:0.

4.Jörundarholt 224 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2003175

Grenndarkynnt var byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsið á Jörundarholti 224. Grenndarkynnt var skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir eigendum að Garðavelli 1, Jörundarholti 222 og 226. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun íbúðarhússins, í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og heimilar stækkun íbúðarhússins, í samræmi við hjálagðar teikningar.

Samþykkt 9:0.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 4

2004042

Deiliskipulagsbreytingin sem felur í sér að færa bindandi byggingarlínu fjær götu eða um 1.3 m og færa bílastæði. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 2 og 6 og Blómalund 1 og 3. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku: EBr sem lýsti sig vanhæfan í málinu og óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0.

EBr tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

6.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3417. fundargerð bæjarráðs frá 11. maí 2020.
3418. fundargerð bæjarráðs frá 14. maí 2020.
Til máls tók:
VLJ um fundargerð nr. 3418, fundarlið nr. 2, 6, 7 og 10.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

130. fundargerð Skóla- og frístundaráð frá 7. maí 2020.
131. fundargerð Skóla- og frístundaráð frá 19. maí 2020.
Til máls tók:
BD um fundargerð nr.131, fundarlið nr. 5.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

154. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 11. maí 2020.
155. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. maí 2020.
156. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 22 maí 2020.
Til máls tók:
RBS um fundargerð nr. 154, fundarlið nr. 5.
RBS um fundargerð nr. 155, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 156, fundarlið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

127. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2001007

107. fundargerð stjórnar Höfða frá 7. mars 2020.
108. fundargerð stjórnar Höfða frá 7. apríl 2020.
109. fundargerð stjórnar Höfða frá 20. apríl 2020
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

883. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí 2020.
884. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

193. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 15. maí 2020.
Til máls tóku:
ÓA um fundarlið nr. 2, 3, 5 og 8.
RBS um fundarlið nr. 2 og 5.
KHS um fundarlið nr. 5.
ÓA um fundarlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00