Fara í efni  

Fréttir

Sigríður Steinunn ráðin verkefnastjóri atvinnumála

Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað og hefur störf þann 1. desember næstkomandi. Staðan var auglýst í byrjun september síðastliðinn og var umsóknarfrestur til og með 30. september, síðar framlengdur til 3. október. Alls bárust 27 umsóknir um starfið.
Lesa meira

De:LUX ljósalist á Breið 2. og 3. nóvember

Þann 2. og 3. nóvember verður glæsileg ljósalistasýning á Breið milli kl. 19:00-21:00. Sýningin er hér til komin sem hluti af dagskrá Vökudaga og verður henni varpað á gamla olíutankinn á Breið. Þeir sem standa að sýningunni er framleiðslufyrirtækið Einkofi í samstarfi við Factory light festival og verður sérstakur
Lesa meira

Bragi Þórðarson er heiðursborgari Akraness

Þann 1. nóvember færði bæjarstjórn Akraness Braga Þórðarsyni nafnbótina heiðursborgari Akraness við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness. Um 150 manns voru viðstödd þessi merku tímamót en Bragi er áttundi einstaklingurinn sem hlýtur þessa nafnbót og er því kominn í hóp með Einari Ingjaldssyni, sr. Friðriki...
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir til menningar- og íþróttaverkefna

Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2019. Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.
Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar 2018

Árlega veitir Akraneskaupstaður einstaklingum og hópum umhverfisviðurkenningar sem staðið hafa vel að því að fegra bæinn. Fjölmargar tillögur bárust í ár frá íbúum Akraness til valnefndar sem skipuð var Sindra Birgissyni umhverfisstjóra og Helenu Guttormsdóttur lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Ásmundur Ólafsson hlýtur Menningarverðlaun Akraness 2018

Ólafur Páll Gunnarsson, formaður menningar- og safnanefndar setti menningarhátíðina Vökudaga við upphaf tónleikanna Af fingrum fram sem fram fóru í Tónlistarskóla Akraness í kvöld. Af því tilefni veitti hann jafnframt Ásmundi Ólafssyni Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2018 en þau eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga og voru í kvöld veitt í tólfta skipti.
Lesa meira

Fræðsla um uppeldi í nútímasamfélagi - ný tímasetning er 31. október

Ný tímasetning á fræðslufundinum Hugrakkar hetjur er miðvikudagurinn 31. október! Enn er hægt að skrá sig!
Lesa meira

Bragi Þórðarson hlýtur nafnbótina Heiðursborgari Akraness

Á kvöldstund með Braga Þórðar þann 1. nóvember næstkomandi hlýtur Bragi nafnbótina Heiðursborgari Akraness. Um áratugaskeið hefur Bragi safnað og gefið út sögur af fólki og annan fróðleik um Akranes, alls 22 bækur auk fjölda annarra verka. Í verkum hans liggja ómetanleg verðmæti sem hann hefur bjargað frá því að falla í gleymsku og...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 23. október

1281. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Akraneshafnar

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 2. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 skv. 31. gr. sbr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010,vegna Akraneshafnar. Breytingin felst m.a. í endurbyggingu og lengingu Aðalhafnargarðs.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00