Fréttir
Gatnaframkvæmdir við Esju- og Kalmansbraut
03.10.2018
Gatnaframkvæmdir eru hafnar við Esju- og Kalmansbraut þar sem verið er að endurgera hringtorgið Kalmanstorg, útbúa nýjan göngustíg norðan við Esjubraut og lagfæra yfirborð á Esjubrautar til austurs frá Kalmanstorgi að Esjutorgi. Samhliða þessum framkvæmdum munu Veitur endurnýja hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu.
Lesa meira
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja H3 hafnarsvæði
03.10.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 25. september 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Grenja H3 hafnarsvæði skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í nánari skilgreiningu þeirrar starfsemi sem heimil verður á Grenjum H3 hafnarsvæði.
Lesa meira
Umsóknarfrestur framlengdur vegna starfs verkefnastjóra
01.10.2018
Vegna fjölda fyrirspurna eftir endurbirtingu auglýsingar um starfs verkefnastjóra um liðna helgi hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest starfsins til og með 3. október.
Lesa meira
Vel heppnuð heimsókn á Akranesi í tengslum við norrænt verkefni um samkeppnishæfni bæja
27.09.2018
Daganna 19.-21. september síðastliðinn komu á vinnufund til Akraness samstarfsaðilar bæjarins í Norrænu verkefni ásamt ráðgjöfum. Þetta er tveggja ára verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og nefnist
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna ákvörðunar VÍS um lokun starfsstöðva félagsins á landsbyggðinni
27.09.2018
Á 1279. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 25. september 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarstjórn Akraness harmar og mótmælir kröftuglega ákvörðun VÍS um lokun starfsstöðva félagsins á landsbyggðinni. Bæjarstjórn Akraness skorar á fyrirtækið að endurskoða ákvörðun sína.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness í tilefni þess að Hvalfjarðargöngum verður skilað til ríkisins og gjaldtöku hætt
26.09.2018
Á 1279. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 25. september 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim merkisáfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar þann 11. júlí 1998.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness varðandi málefni Orkuveitu Reykjavíkur
26.09.2018
Á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraness þann 25. september 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar....
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 25. september
21.09.2018
1279. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Ályktun á Haustþingi SSV: Skorað á viðskiptavini VÍS að endurskoða viðskipti við fyrirtækið
21.09.2018
Akraneskaupstaður vekur athygli á ályktun sem samþykkt var á haustþingi SSV í dag þar sem skorað er á viðskiptavini VÍS að endurskoða viðskipti við fyrirtækið og var birt á vef Skessuhorns rétt í þessu...
Lesa meira
Brekkubæjarskóli hlýtur styrk
21.09.2018
Brekkubæjarskóli hlaut nýverið styrk úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar en veittur var styrkur til þátttöku íslenskra skóla í 37 verkefnum. Styrkurinn veitir skólum einstakt tækifæri, bæði til að efla alþjóðlegt samstarf og ekki síður til að auka nýsköpun.
Lesa meira