Breyting á deiliskipulagi Æðarodda
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 23. maí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarsvæðið afmarkast af reiðvegi meðfram lóðum nr. 17, 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda til suð- austurs, mörkum náttúruverndarsvæðis til norðurs, mörkum Æðarodda 36 til suð- vesturs. Í breytingunni felst m.a. að nh. lóðar breytist úr 0,7 í 0,76, afmörkuð er ný lóð Æðaroddi 38 fyrir hestagerði og bílastæði, snúningsplan veið enda götu er stækkað og breyting á reiðgötu meðfram lóðum húsa nr. 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda.
Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá 1. júní til og með 14. júlí 2017 og hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is