Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram. Alls eru á kjörskránni 5.091 einstaklingar, þar af eru 2.578 karlar og 2.513 konur. Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þann 23. september 2017. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Kjörskráin liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, frá og með 17. október næstkomandi og er þar opin almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt til kjördags gert leiðréttingar á kjörskrá ef við á.