Ljósmyndasýning Marc Koegel í Akranesvita
Laugardaginn 17. september síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Akranesvita eftir ljósmyndarann Marc Koegel. Marc er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur í Vancouver í Kanada síðan 1996. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum ljósmyndasýningum víðsvegar um heiminn auk þess að standa fyrir námsferðum til fjölmargra landa, þar á meðal Íslandi þar sem hann hefur kennt ljósmyndun.
Fyrstu kynni Marc af Akranesi var árið 2012 þegar hann kom til að taka myndir af gamla vitanum á Akranesi. Hann fékk leiðsögn um Akranesvita af Hilmari Sigvaldasyni og er nú reglulegur gestur í Akranesvita þegar hann er á landinu.
Við opnun sýningarinnar færði Marc Akranesvita ljósmynd (sem er í bakgrunni á myndinni) og færir Akraneskaupstaður Marc kærar þakkir fyrir myndina.
Sýning Marc sem er sölusýning stendur til 30. nóvember.
Við minnum á að Akranesviti er opinn þriðjudaga til laugardaga frá kl. 11-17.