Myndlistarsýning á Bókasafni Akraness
Þann 28. ágúst sl. opnaði Þorvaldur Arnar Guðmundsson myndlistarsýningu á Bókasafni Akraness. Þorvaldur Arnar hefur teiknað og málað frá barnsaldri og verið undir áhrifum frá japanskri teiknimyndahefð en þróað með sér mjög persónulegan stíl. Myndefni hefur hann m.a. sótt í goðafræði sem hann hefur hrifist mjög af. Hann útskrifaðist af starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á þessu ári og hefur nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur (einn af tólf nemendum) nú í haust. Þorvaldur Arnar hefur notið hefðbundinnar myndlistarkennslu í Grundaskóla og Fjölbrautaskólanum, auk þess sem hann hefur notið leiðsagnar Hrannar Eggertsdóttur myndlistarkennara í nokkur ár.
Sýningin er opin á opnunartímum safnsins til 21. september. Allir velkomnir, heitt á könnunni.