Fara í efni  

Samningur undirritaður vegna framkvæmda á Breið

Mynd tekin við undirritun samningsins fyrr í dag.
Mynd tekin við undirritun samningsins fyrr í dag.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Guðjónsson fyrir hönd Skóflunnar hf. undirrituðu samning í dag vegna framkvæmda á Breið. Verkið felur í sér gerð áningarstaðar við Akranesvita. Steypt verður stétt næst svæðinu við grjótgarðinn og sett verður upp timburbryggja og bekkir til að njóta útsýnisins. Framkvæmdir hefjast strax á morgun og er gert ráð fyrir verklokum mánaðarmótin október/nóvember.

Hér er hægt að skoða teikningar sem landslagsarkitektastofan Landslag hannaði en þær sýna hvernig svæðið mun líta út að loknum framkvæmdum á svæðinu öllu en í haust verður farið í fyrsta áfanga verkefnisins, næst vitanum eins og myndin hér að neðan sýnir. 

Fyrsti áfangi framkvæmda á Breið.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00