Fara í efni  

Samstarfssamningur undirritaður um Jólaævintýri í Garðalundi

Jólakötturinn. Ljósmynd: Jónas Ottósson.
Jólakötturinn. Ljósmynd: Jónas Ottósson.

Við undirritun samningsins. Fimmtudaginn síðastliðinn var samstarfssamningur til þriggja ára undirritaður við þær Margréti Blöndal, Söru Blöndal og Hlédísi Sveinsdóttur um viðburðinn „Jólaævintýri í Garðalundi“Markmið samningsins er að búa til vettvang þar sem fjölskyldur á Akranesi geta komið saman og átt góðar stundir á aðventunni. 

Jólaævintýrið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og komu hátt í 2000 manns saman í leit að jólasveininum og fengu um leið að upplifa töfra Garðalundar. Í ár verður aftur efnt til slíkrar gleði. Farið verður út eftir kvöldmat með vasaljós og kyndla og tröll, álfar, skógarpúkar og fleiri verur munu taka á móti börnum bæjarins og fylgdarfólki þeirra. Ef til vill kemur jólasveinninn og jólakötturinn. „Ýmislegt fleira verður í boði á aðventunni en desember er mánuður leyndarmála og því best að segja sem minnst. Hlakka bara til og njóta þegar þar að kemur.“  segir Margrét Blöndal um fleiri uppákomur sem þær munu standa fyrir á aðventunni. 

"Hér fyrir neðan má sjá myndband frá viðburðinum í fyrra"


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00