Sorphirða hjá fjölbýlishúsum - 4 úrgangsflokkar (breytt 13.8.2024)
Á Akranesi er núna verið að undirbúa flokkun sorps við hvert íbúðarhús í 4 úrgangsflokka í samræmi við lög um sorphirðu. Núverandi tunnur og nýjar tunnur verða merktar með þessum 4 flokkum sorps. Þessi breyting er áætluð í nóvember á þessu ári.
Tunnur með matarleifum og blönduðum úrgangi verða hreinsaðar á tveggja vikna fresti og tunnur með plasti og pappa verða hreinsaðar á 3 vikna fresti.
Auk þessara 4 úrgangsflokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa þessa úrgangsflokka á grenndarstöð í bæjarfélaginu og í Fjöliðjunni, Smiðjuvöllum 9. Upplýsingar má sjá hér (tengill:https://www.akranes.is/thjonusta/umhverfi/sorphirda-og-endurvinnsla)
Upplýsingar um flokkun, pappírspoka undir lífrænt og fleira verður dreift til heimila við breytinguna , en sjá má almennar upplýsingar um slíkt á upplýsingasíðu Sorpu (tengill: https://www.sorpa.is/frodleikur/eitt-flokkunarkerfi-og-sofnum-a-matarleifum/#fjorir-flokkar)
Samskipti:
Öll samskipti (fyrirspurnir, staðfesting, breyting) verða í gegnum netfangið tunnur@akranes.is eða með bréfi til Þjónustuvers Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, 300 Akranesi.
Gjaldskrá breytt:
Í dag er gjaldskráin fyrir sorphirðu (úrgangsþjónustu) þannig að gjald er lagt á íbúðir og það innheimt með fasteignagjöldum. Gjaldskránni verður breytt þannig að reiknað verður gjald á hverja lóð eftir fjölda og gerð íláta, mismunandi eftir úrgangsflokkum. Heildargjald hverrar lóðar verður síðan skipt jafnt milli íbúða og það innheimt með fasteignagjöldum eins og í dag.
Ný gjaldskrá tekur gildi um næstu áramót. Hæsta gjaldið verður fyrir losun á blönduðum úrgangi og svo lífrænum úrgangi, en vegna greiðsla frá Úrvinnslusjóði verður lægra gjald fyrir endurvinnsluefni (pappír og plast). Þetta fyrirkomulag á að hvetja til flokkunar úrgangs.
Tunnur við heimili fyrir 4 flokka:
Öllum íbúðarhúsum á Akranesi er skipt í 4 hópa, varðandi útreikning á sorpmagni, stærð og fjölda tunna fyrir hvern hóp:
- Sérbýli (einbýli og íbúðir í parhúsi og raðhúsi)
- Tvíbýli (2 íbúðir í húsi)
- Þríbýli (3 íbúðir í húsi)
- Fjölbýli (fleiri en 3 íbúðir)
Í útreikningi á fjölda tunna fyrir þessa hópa er miðað við að magn úrgangs á viku frá hverri íbúð sé þessi: Lífrænn 15 ltr, blandaður 60 ltr, pappa 50 ltr og plast 40 ltr.
Við útreikning er miðað við þessar stærðir á tunnum:
Fjölbýli ( 4 íbúðir og fleiri)
Fjölbýlin eru með mjög mismunandi sorpmagn, eftir fjölda íbúða ( 4 - 38 íbúðir). Þessi hópur hefur fengið sent bréf með útreikningi sorpmagns og úthlutuðum fjölda tunna miðað við fjölda íbúða. Bréfið er stílað á formann húsfélags í hverju húsi, en hér má sjá efni þess (leiðrétt) , bréf til húsfélaga 2. júlí .
Útreikningur fyrir hverja lóð má sjá í þessu skjali, fjölbýlishús úthlutun sorpíláta.
Þessa úthlutun þurfa íbúar að yfirfara, og skoða ýmis atriði, svo sem:
- Hvernig er hægt að koma þessi ílátum fyrir?
- Þarf að setja upp geymslu úti á lóðinni?
- Viljum við 240 ltr eða 360 ltr tunnur í stað 660 ltr kerja?
- Þarf að bæta við íláti eða fækka frá reiknaðri úthlutun?
Eftir að reynsla er komin á breytt fyrirkomulag og tunnufjölda, getur komið í ljós að þið viljið gera breytingu á fjölda íláta, þá verður hægt að gera það með greiðslu breytingagjalds skv. gjaldskrá.
Ákvörðun um fyrirkomulag sorpíláta á lóðinni er sameiginleg og samkvæmt lögum um fjöleignarhús þarf að taka hana sameiginlega. Tilkynning um afstöðu ykkar þarf að vera frá aðila sem er formaður húsfélagsins og með samþykki annara húseigenda í húsinu.
Verði það niðurstaða ykkar að fá annan fjölda eða aðra stærð íláta heldur en úthlutun segir, þá þurfum við að heyra frá ykkur við fyrsta tækifæri. Einnig er óskað eftir staðfestingu frá ykkur ef þessi úthlutun hentar ykkur.