Fara í efni  

Vegleg gjöf gefin til leikskólanna á Akranesi til að stuðla að bættum málþroska barna

Fulltrúar leikskólanna og skrifstofu skóla- og frístundasviðs tóku á móti gjöfinni frá Bryndísi.
Fulltrúar leikskólanna og skrifstofu skóla- og frístundasviðs tóku á móti gjöfinni frá Bryndísi.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og formaður málnefndar um íslenskt táknmál færði skóla- og frístundasviði veglega gjöf til allra leikskóla á Akranesi sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum málþroska barna. Um er að ræða námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin ásamt aukaefni eins og púsl, límmiðar og vinnusvuntur, sem styðja við hljóðanámið með fallegum stafamyndum, og smáforriti fyrir iPad. Námsefninu fylgja smáforrit sem er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. Hér er hægt að skoða smáforritin.

Bryndís hefur starfað í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og gaf hún m.a. út umrætt námsefni. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið hefur einnig hlotið ýmsar viðurkenningar. „Við vitum að það er mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá þætti sem rannsóknir sýna að skipta meginmáli fyrir framtíðarnám barnanna okkar. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar, segir Bryndís.“

Akraneskaupstaður þakkar kærlega fyrir þessa nytsamlegu og um leið mikilvægu gjöf.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00